Frá sýningunni á Safnanótt.
Frá sýningunni á Safnanótt.
Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdansskólans munu sýna aftur í Ásmundarsafni við Sigtún verk sem þeir sýndu þar á safnanótt á dögunum. Í verkinu túlka nemendur hreyfingar verka Ásmundar.
Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdansskólans munu sýna aftur í Ásmundarsafni við Sigtún verk sem þeir sýndu þar á safnanótt á dögunum. Í verkinu túlka nemendur hreyfingar verka Ásmundar. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða en hún hefst klukkan 18.00 og húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Verkið tekur 35 mínútur í flutningi en ekki er hægt að komast inn eftir að sýning er hafin.

Frítt er inn meðan húsrúm leyfir en nemendur taka við frjálsum framlögum til styrktar ferð sinni til London í mars.