Nemendur koma víða við.
Nemendur koma víða við.
Í febrúar ár hvert dvelja þriðja árs nemar í myndlist við Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði í tvær vikur og taka þátt í vinnubúðum sem enda á sýningu í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Í febrúar ár hvert dvelja þriðja árs nemar í myndlist við Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði í tvær vikur og taka þátt í vinnubúðum sem enda á sýningu í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýning þeirra, Skáegg á VHS + CD , verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 16.

Námskeiðið er samstarf Listaháskólans, Skaftfells, Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafns Austurlands. Fjórtán nemendur tóku þátt að þessu sinni. Þeir eru hvattir til að nýta sér þær sérstöku aðstæður sem bærinn og umhverfi hans býður uppá, þ. á m. ráðgjöf iðnaðarmanna.