Björn Jónsson fæddist á Fossi í Hrútafirði 4. febrúar 1915. Hann lést á Landspítalanum 13. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Jón Marteinsson frá Reykjum Hrútafirði, f. 26.9. 1879, d. 25.6. 1970 og Sigríður Björnsdóttir frá Óspaksstöðum Hrútafirði, f. 29.10. 1884, d. 10.7. 1952. Systkini Björns voru Anna Sigríður, f. 26.12. 1910, d. 24.3. 1925, Björn, f. 23.4. 1912, d. 25.5. 1912, Pétur, f. 4.6. 1913, d. 23.8. 1953, Sesselja, f. 28.8. 1916, d. 8.11. 1924, Karólína Soffía, f. 13.9. 1917, d. 13.5. 1992, Gunnlaugur, f. 10.8. 1919, d. 16.3. 1998, Valdimar, f. 13.5. 1921, d. 5.1. 1983, Stefán, f. 14.1. 1923, d. 3.4. 2003, Sesselja Gíslína, f. 14.10. 1924, d. 16.1. 2001, og Ólafur, f. 28.1. 1927. Guðný Helga Brynjólfsdóttir fæddist í Hlíð í Lóni 10. ágúst 1923 og lést á Landspítalanum 18. febrúar 2012. Foreldrar Guðnýjar voru Brynjólfur Guðmundsson frá Þverhamri í Breiðdal, f. 18.5. 1892, d. 16.5. 1975, og Guðlaug Eiríksdóttir frá Hlíð í Lóni, f. 19.8. 1894, d. 25.1. 1995. Systkini Guðnýjar voru Guðmundur Þórarinn, f. 17.10. 1920, d. 31.8. 1963, Sigríður, f. 8.7. 1922, d. 4.6. 2005, Gyða, f. 7.10. 1925,d. 1.12. 1996, Guðrún, f. 9.4. 1927, d. 8.2. 2011. Synir Björns og Guðnýjar eru Ármann Björnsson, f. 15.2. 1950, giftur Stefaníu Ingimundardóttur, f. 30.1. 1950. Börn þeirra eru Þröstur, f. 20.4. 1976, Sigríður Elva, f. 8.6. 1979, í sambúð með Illuga Hartmannsyni, f. 3.12. 1981, börn þeirra eru Brynja Rut og Ýmir, Guðný Birna, f. 22.11. 1980, í sambúð með Árna Einarssyni, f. 7.10. 1977 og Birgir Ármannsson, f. 21.11. 1984. Pétur Björnsson, f. 4.6. 1954, dóttir hans er Guðrún Birta, f. 29.2. 2000, barnsmóðir Ingveldur Kristjánsdóttir, f. 13.11. 1965. Björn stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði og fluttist til Reykjavíkur á árunum '43-'44. Hann starfaði í Blikksmiðjunni Gretti og Silfursmiðju Ernu. Björn var mjög virkur í kór- og félagsstarfi og var m.a. í Karlakór Húnvetninga og Kvöldvökukórnum. Guðný ólst upp á Ormsstöðum í Breiðdal ásamt foreldrum og systkinum við almenn sveitastörf. Guðný fór í vist til Reykjavíkur ung að aldri. Hún starfaði bæði í Sælgætisgerðinni Freyju og síðar í Sælgætisgerðinni Mónu til fjölda ára. Helstu áhugamál Guðnýjar voru handavinna og að ferðast og skoða Ísland. Útför Björns og Guðnýjar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. febrúar 2012, kl. 13.

Að leiðarlokum kveðjum við samstarfsmann og vin Björn Jónsson frá Fossi. Um langt árabil starfaði hann við smíði silfurmuna samviskusamur og vandvirkur. Flestir samstarfsmanna Björns voru eins og hann úr sveit og höfðu flust á mölina. Það var því nokkurskonar sveitamenning í silfursmiðjunni, mikið sungið og kviðlingar á lofti. Oftast var það Björn sem var kveikjan og smitaði hina með sér.
Eftir að hann hætti sökum aldurs að vinna hélt hann góðu sambandi við okkur, heimsótti okkur nú síðast fyrir jól. Sagði, að venju, margar sögur frá fyrri tíð. Oft var það erfið lífsbarátta á fyrri parti síðustu aldar sem var söguþráðurinn en alltaf fylgdu góðar gamansögur með og kvæði.
Björn er af kynslóð sem fagnaði sjálfsstæði eftir erfiða tíma sem flestum eru gleymdir. Kynslóð sem byggði í haginn fyrir okkur sem á eftir komu með dugnaði og bjartsýni. Við þökkum Birni fyrir vináttu hans og tryggð. Sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra samúðarkveðju nú við fráfall foreldra þeirra sem kvöddu með fárra daga millibili.
Fyrir hönd starfsfólks Gull-og silfursmiðjunnar Ernu,

Ásgeir Reynisson.