8. mars 2012 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Menningarverðlaun DV afhent

Verðlaun Verðlaunahafar Menningarverðlauna DV.
Verðlaun Verðlaunahafar Menningarverðlauna DV. — Ljósmynd/ Sigtryggur Ari Jóhannsson
Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í gær. Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári, en einnig voru veitt verðlaun í flokknum Val lesenda.
Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í gær. Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári, en einnig voru veitt verðlaun í flokknum Val lesenda. Þá afhenti forseti Íslands Ingibjörgu Björnsdóttur dansara heiðursverðlaun.

Hönnarverðlauun hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir, í bókmenntum Vigdís Grímsdóttir, í leiklist Kristín Jóhannesdóttir, í fræðum Jónas Kristjánsson, í myndlist sýningin „Endemis (ó)sýn“, í kvikmyndum Kvikmyndafyrirtækið Caoz, í tónlist hljómsveitin Of Monsters and Men, í danslist Erna Ómarsdóttir, í byggingarlist Tónlistarhúsið Harpa og verðlaunin Val lesenda hlutu Kormákur og Skjöldur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.