[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þriðjudagur Bergþór Pálsson Setti nokkur jakkaföt í þvottavélina (veit að það má ekki, það stendur á miðanum dry cleaning). Nuddaði með brúnsápu undir höndum, setti svo á 30°C og enga vindu, hengdi upp blautt.

Þriðjudagur

Bergþór Pálsson Setti nokkur jakkaföt í þvottavélina (veit að það má ekki, það stendur á miðanum dry cleaning). Nuddaði með brúnsápu undir höndum, setti svo á 30°C og enga vindu, hengdi upp blautt. Jakkarnir eru eins og nýir og hreinlætisilmur undir höndum. Hvenær gerist það í dry cleaning?

Árni Torfason Finnst fleirum undarlegt að Skoppa og Skrítla eiga gamla konu sem er með grímu fyrir andlitinu sem þær geyma ofan í kassa í herberginu sínu?

Konráð Jónsson Er einhver á leiðinni til Keflavíkur bílleiðis á fimmtudagsmorgun? Gæti sá hinn sami veitt mér far? Ég get verið skemmtilegur, farið með gamanmál, sagt sögur og sungið.

Brynhildur Bolladóttir Síðasti dagur BA-námsins. Endlaust langt kaffi, kaka í tíma, allar stelpur í kjól. Ó tímamót!