Nýdanskri í Hofi
Hljómsveitin Nýdönsk fagnar nú 25 ára afmæli og sýnir á sér sparihliðina í sýningunni „Nýdönsk í nánd“ sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Að kvöldi páskadags kl. 20 verður sýningin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Erró
Í tengslum við HönnunarMars 2012 leitaði Listasafn Reykjavíkur til Errós sem sýnir sjö tilkomumikla kínverska postulínstepotta og tilkynnti samtímis að pottarnir væru gjöf til Listasafnsins. Sýningunni lýkur annan í páskum.
strákunum okkar
Undankeppni ÓLUndankeppni fyrir Ólympíuleikana í handbolta fer fram í Króatíu nú um páskana. Í gær glímdu strákarnir okkar við Síle, í dag, laugardag, kl. 16:15 er röðin komin að Japan og á páskadag kl. 16 verður tekist á við heimamenn, Króata. Strákarnir hrepptu silfur á síðustu leikum, hvað gerist í ár?