„Þeir eru ekki latir, en þeir vinna ekki að óþörfu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail, um Norðmenn. „Það væri ömurlegt ef við værum með hugbúnað sem enginn vildi stela.

„Þeir eru ekki latir, en þeir vinna ekki að óþörfu.“

Magnús Norðdahl, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail, um Norðmenn.

„Það væri ömurlegt ef við værum með hugbúnað sem enginn vildi stela.“

Magnús Norðdahl

„Ef þetta stendur og við verðum af þessum 3.500 tonnum þá er þetta bara rothögg fyrir okkur.“

Sigurður Jörgen Óskarsson, yfirverkstjóri í fiskvinnslu Samherja á Dalvík, um ákvörðun DFFU að hætta tímabundið öllum viðskiptum hérlendis.

„Bara ágætt. Fínt. Gaman.“

Ólafur Stefánsson spurður hvernig sé að koma aftur í landsliðið.

„Til eru ýmsar spaugilegar sögur um til dæmis nærfatnað þar sem á botninum stóð Pillsbury's Best eða 50 lbs.“

Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Páskasýningin er tileinkuð hveitipokum og nýtingu þeirra.

„Það er þörf fyrir nýjan tón í samfélaginu.“

Þóra Arnórsdóttir sem bauð sig fram til forseta.

„Hvað er eðlilegra en að eignast barn? “

Þóra á von á sér 8. maí en forseti verður kosinn 30. júní.

„Ég kippi mér nú ekkert upp við það þótt hvíni í Binna og legg til að við tökum öll páskana, öndum rólega og sjáum til.“

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þjóðnýta ætti útgerðina með auknum álögum.

„En þótt Sigurður væri framsóknarmaður hugsaði hann um gæði framleiðslunnar og hag neytenda.“

Um Sigurð Guðbrandsson, fv. mjólkurbússtjóra í Borgarnesi, í dálkinum Merkir Íslendingar í Morgunblaðinu.