[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Páskalitir Nú er tilvalið að fagna komandi vori og klæða sig upp í dálítið litrík föt. Hvers vegna ekki að skarta gulum sokkabuxum í páskaboðinu eða skella sér í gula jakkann sem hangir inni í skáp og er sjaldan notaður?

Páskalitir

Nú er tilvalið að fagna komandi vori og klæða sig upp í dálítið litrík föt. Hvers vegna ekki að skarta gulum sokkabuxum í páskaboðinu eða skella sér í gula jakkann sem hangir inni í skáp og er sjaldan notaður? Nú er um að gera að vera eins og hinn fínasti páskaungi til fara. Ef þú ert ekkert fyrir gulan má líka flagga bleiku eða appelsínugulu.

Páskagrill

Þú þarft ekkert endilega að belgja þig út af hefðbundnu kjöti, sósu og kartöflum alla páskana. Ef vel viðrar er þetta líka tilvalinn tími til að rifja upp grillhandtökin og bjóða góðum vinum eða ættingjum í léttan og góðan grillmat. Fisk og sjávarfang er t.d. gott að grilla og bera fram með góðu salati og jafnvel grillbrauði.

Páskatrall

Margir nota páskana til að hitta góða vini. Sumir fara í sumarbústað saman en svo er líka gaman að hittast bara heima, spila og tralla fram eftir kvöldi.