23. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Gefa ávísun upp á 1.000 kr. til bókarkaupa

Alþjóðadagur bókarinnar er í dag og í tilefni hans mun 1.000 kr.
Alþjóðadagur bókarinnar er í dag og í tilefni hans mun 1.000 kr. ávísun fyrir bókakaupum berast á heimili landsmanna, en ávísunin er framlag bókaútgefenda og bóksala til þess að stuðla að auknum lestri segir í tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Ávísunin veitir 1.000 kr. afslátt af þeirri heildarupphæð sem keypt er fyrir sé hún hærri en 3.500 kr. og gildir hún frá 23. apríl til 14. maí á flestum stöðum sem selja bækur.

Á undanförnum árum hafa tugþúsundir bókakaupenda nýtt sér ávísunina og víða er komu hennar beðið með eftirvæntingu segir í tilkynningunni. Í ár munu þeir sem ekki fá ávísunina senda heim af einhverjum ástæðum geta nálgast hana í útibúum Arion banka um allt land.

Styrkja skólabókasöfn

Af andvirði hverrar ávísunar munu 100 kr. renna til Skólasafnasjóðs sem vinnur að því að styrkja skólabókasöfn grunnskóla landsins,

en rannsókn á stöðu skólabókasafna sem var framkvæmd af Brynhildi Þórarinsdóttur, dósent við Háskólann á Akureyri, sýndi að framlög sjóðsins skipta miklu máli fyrir bókasöfnin þegar að kreppir.

Auk þess hafa rannsóknir sýnt að of stórt hlutfall íslenskra grunnskólanemenda hafi ekki nægilega lestrarkunnáttu við 15 ára aldur til þess að geta skilið inntak lesmáls. Því er ávísunin hluti af átaki til þess að bæta lestrarkunnáttu ungs fólks, segir í tilkynningunni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.