Sú var tíð, að hér starfaði kommúnistaflokkur, árin 1930-1938. Gaf hann út bókina Vakna þú Ísland. Söngvar alþýðu árið 1936. Þar var prentuð vísa, sem eignuð var óþekktum höfundi.

Sú var tíð, að hér starfaði kommúnistaflokkur, árin 1930-1938. Gaf hann út bókina Vakna þú Ísland. Söngvar alþýðu árið 1936. Þar var prentuð vísa, sem eignuð var óþekktum höfundi.

Rekist þú á ríkan mann,

reyndu, ef þú getur,

að bregða fæti fyrir hann,

svo fólkinu líði betur.

En þessi vísa var úr kvæði eftir eftir Pál J. Árdal, skáld og kennara á Akureyri. Það hét „Bolsévíkamórall“, var kveðið 1925 og og beindist gegn kommúnistum. Seinna erindið hljóðaði svo:

Út í flónsku flæðisker

framan úr sveit og dölum

bágrækur mun bændaher

bolsvíkinga smölum.

Páll gerði hins vegar ekki aðra fleyga vísu gegn kommúnistum, sem honum var oft eignuð:

Upp er skorið, engu sáð,

allt er í varga ginum.

Þeir, sem aldrei þekktu ráð,

þeir eiga að bjarga hinum.

Hana orti Sigmundur Sigurðsson, úrsmiður á Akureyri, eftir að Einar Olgeirsson fluttist til Akureyrar vorið 1924 og blés nýju lífi í félag jafnaðarmanna þar.

Steinn Sigurðsson, kennari í Vestmannaeyjum og síðar bókhaldari í Hafnarfirði, orti gegn sömu stjórnmálastefnu:

Nú eiga allir að eiga jafnt,

allir ríkis þjónar,

allir sama eta skammt,

allir vera dónar.

Líklega hafa íslenskir kommúnistar ekki sungið þessar vísur.

Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar

Hannes H. Gissurarson

hannesgi@hi.is