25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Heiðruð fyrir störf í þágu aldraðra

Öldrunarráð Íslands hefur veitt dr. Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðingi viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra.
Öldrunarráð Íslands hefur veitt dr. Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðingi viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra. Ingibjörg hefur unnið að rannsóknum á sviði öldrunarhjúkrunar og þverfaglegum rannsóknum á sviði öldrunarfræða og auk þess tekið þátt í starfi stýrinefndar um rannsóknir á mælitækjum RAI-staðla á vegum heilbrigðisráðuneytisins (nú velferðarráðuneyti) frá árinu 1993.

Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg m.a. skoðað lífsgæði aldraðra á hjúkrunarheimilum, mönnunarmódel í öldrunarhjúkrun, gæði í öldrunarhjúkrun, næringarástand aldraðra á sjúkrahúsi og meðferð með aðstoð dýra. Ingibjörg hefur tekið þátt í öðru rannsóknarstarfi. Ingibjörg tók við viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands úr hendi formanns stjórnar, Péturs Magnússonar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.