Baptistar í Suðurnesjabæ reisa kirkju FYRSTA skóflustunga að kirkjubyggingu baptista að Fitjum í Njarðvík verður tekin sunnudaginn 26. júní kl. 11. Túlkað verður á íslensku. Baptistar hafa starfað í Njarðvík í u.þ.b.

Baptistar í Suðurnesjabæ reisa kirkju

FYRSTA skóflustunga að kirkjubyggingu baptista að Fitjum í Njarðvík verður tekin sunnudaginn 26. júní kl. 11. Túlkað verður á íslensku.

Baptistar hafa starfað í Njarðvík í u.þ.b. 12 ár og telur söfnuðurinn um 150 manns. Þeir hafa verið til húsa í einni af gömlu verbúðarbyggingunum við Fitjabraut. Njarðvíkurbær veitti baptistum lóð fyrir kirkjuna í desember 1993 og teikningar voru samþykktar í maí 1994. Byggingin er stálgrind og klædd utan með lituðu stáli. Baptistar þakka forráðamönnum f.v. Njarðvíkurbæjar fyrir hlýhug og góða fyrirgreiðslu. Kirkjubygging baptista er fyrsta Baptistakirkja á Íslandi.