7. október 2012 | Sunnudagsblað | 214 orð | 2 myndir

Meira fé eytt í útlöndum nú en í fyrra

Aurar & krónur

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þeir Íslendingar sem versluðu erlendis fyrstu átta mánuði ársins 2011 versluðu að meðaltali fyrir rúmlega 222 þúsund krónur á mann. Í ár er þessi upphæð orðin rúmlega 233 þúsund krónur sem gerir 5,2% aukningu í verslun erlendis.
Þeir Íslendingar sem versluðu erlendis fyrstu átta mánuði ársins 2011 versluðu að meðaltali fyrir rúmlega 222 þúsund krónur á mann. Í ár er þessi upphæð orðin rúmlega 233 þúsund krónur sem gerir 5,2% aukningu í verslun erlendis. Einnig hefur á þessu tímabili orðið 7,2% fjölgun Íslendinga sem versla erlendis.

Þegar þær myntir sem Íslendingar versla með erlendis eru skoðaðar kemur í ljós að mest er verslað fyrir Bandaríkjadollar. Þriðjungur allrar verslunar erlendis er með Bandaríkjadollar, um fimmtungur er með evru, 18% með breska pundið og 9% með danska krónu.

Verslun með mismunandi myntir sveiflast talsvert frá fyrra ári. Ef litið er til fyrstu 8 mánaða ársins hefur dregið úr meðalverslun með dollarann um 4,3% en meðalverslun með evru hefur aukist um 6,5%. Á sama tíma hefur gengi dollars styrkst gagnvart krónunni en gengi evru veikst. Því má segja að ódýrara sé fyrir Íslendinga en áður að versla í evrulöndum og dýrara að versla í Bandaríkjunum. Fólk virðist því hafa tilhneigingu til að versla meira með þær myntir sem eru hagstæðar hverju sinni og mætti draga þá ályktun að Íslendingar fylgist vel með gengisþróun.

Niðurstöður eru byggðar á upplýsingum úr Meniga-hagkerfinu en þar eru um 30.000 Íslendingar skráðir. Tölurnar endurspegla kortanotkun Meniga-notenda erlendis, bæði netverslun sem og aðra verslun og kaup á þjónustu.

BREKI KARLSSON

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.