8. nóvember 2012 | Í dag | 239 orð | 1 mynd

Merkir Íslendingar

Örn Clausen

Örn fæddist í Reykjavík 8.10. 1928, sonur Arreboe Clausen, bifreiðarstjóra í Reykjavík, og k.h., Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen húsfreyju.
Örn fæddist í Reykjavík 8.10. 1928, sonur Arreboe Clausen, bifreiðarstjóra í Reykjavík, og k.h., Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen húsfreyju. Tvíburabróðir Arnar var Haukur, tannlæknir og frjálsíþróttamaður, en hálfbróðir þeirra var söngvarinn góðkunni, Alfreð Clausen.

Arreboe Clausen var bróðir Óskars rithöfundar og Axels Clausen kaupmanns, afa Andra heitins Clausen, leikara og sálfræðings, og Michaels Clausen barnalæknis.

Arreboe var sonur Holgeirs Peters Clausen, gullgrafara, kaupmanns og alþm. Hanssonar. Móðir Arreboe var Guðrún, systir Einars, afa Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Guðrún var dóttir Þorkels, prófasts á Staðastað Eyjólfssonar.

Móðir Sesselju Þorsteinsdóttur var Arnheiður, systir Böðvars á Laugarvatni, langafa Guðmundar Steingrímssonar vþm. Arnheiður var einnig systir Ragnhildar, móður Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Með fyrri konu sinni, Önnu Þóru Thoroddsen eignaðist Örn fjóra syni en hann og seinni kona hans, Guðrún Erlendsdóttir, fyrrv. hæstaréttardómari, eignuðust þrjú börn. Meðal þeirra er Jóhanna Vigdís, leikkona og söngkona.

Örn lauk stúdentsprófi frá MR 1948, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1953 og öðlaðist hrl.-réttindi 1963. Hann starfrækti eigin lögfræðiskrifstofu frá 1958 og ásamt Guðrúnu Erlendsdóttur 1961-78. Hann sat í kjaranefnd Lögmannafélags Íslands og var formaður hennar um skeið.

Örn var í hópi fremstu íþróttamanna Íslendinga á síðustu öld, æfði og keppti í frjálsum íþróttum 1946-51, setti samtals tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut, sigraði í tugþraut á Norðurlandamóti í Stokkhólmi 1949, setti Norðurlandamet í tugþraut 1951, vann silfurverðlaun í tugþraut á Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950 og náði næstbesta árangri í heimi í tugþraut 1951.

Örn Clausen lést 11.12. 2008.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.