Ferðamenn Vaðið í snjó að Hverum, austan Námafjalls.
Ferðamenn Vaðið í snjó að Hverum, austan Námafjalls. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur óskað eftir því við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið að fá reglulegan snjómokstur vega að helstu náttúruperlum svæðisins, t.a.m. Dettifossi og Goðafossi.

Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur óskað eftir því við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið að fá reglulegan snjómokstur vega að helstu náttúruperlum svæðisins, t.a.m. Dettifossi og Goðafossi. Erlendum ferðamönnum sem heimsækja svæðið hefur fjölgað umtalsvert í vetur og telja ferðamálafrömuðir að átakið Ísland - allt árið, sem ríkisstjórnin stendur fyrir í samvinnu við ferðaþjónustuna, sé til lítils ef aðgengi að helstu ferðamannastöðum er ekki jafnframt tryggt.

Viðvörunarraddir um betri undirbúning hunsaðar

Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn, telur reglur Vegagerðarinnar um snjómokstur hamla aukningunni. Samkvæmt þeim er ekki gert ráð fyrir snjómokstri á veginum að Dettifossi yfir veturinn séu snjóalög mikil. Hann segir að rokið hafi verið í markaðsátakið án þess að hlusta á viðvörunarraddir um betri undirbúning. „Það gengur ekki að selja Ísland á veturna eins og um hásumarið.“ helgi@mbl.is 18