25. nóvember 2012 | Sunnudagsblað | 283 orð | 2 myndir

Gull sem glóir

Aurar og krónur

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Áhugavert er að skoða skartgripakaup Meniganotenda. Þannig er langmest verslað í desember, fleiri konur en karlar versla í skartgripaverslunum, en karlar verja mun hærri upphæð að jafnaði en konur.
Áhugavert er að skoða skartgripakaup Meniganotenda. Þannig er langmest verslað í desember, fleiri konur en karlar versla í skartgripaverslunum, en karlar verja mun hærri upphæð að jafnaði en konur.

Ef horft er til allra Meniganotenda, keypti hver og einn skartgripi fyrir tæpar 5.700 krónur árið 2010 en tæpar 6.600 krónur 2011. Kaup Meniga-notenda á skartgripum voru því 16% hærri árið 2011 en 2010 í krónum talið. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hefur hins vegar dregið úr skartgripakaupum um rúm 7% miðað við sama tímabil í fyrra en á tímabilinu keyptu Meniganotendur skartgripi fyrir um 4.200 krónur að meðaltali. Þó ber að geta þess að stærstur hluti skartgripaverslunar fer fram í desember. Samkvæmt Meniga-hagkerfinu fóru 30% allrar kortaveltu í skartgripabúðum árið 2010 fram í desember og 25% allrar veltunnar árið 2011. Þannig er því nokkuð óhætt að áætla að skartgripir rati í einhverja jólapakka.

Ef heildarskartgripavelta er tekin saman fyrir árið 2011 er kynjahlutfall kaupenda svipað. Mun fleiri konur versla þó í skartgripaverslunum en karlar eða um 82% fleiri, en karlmenn versla fyrir hærri upphæð og munar þar 59%. Aftur á móti ef desember er skoðaður sérstaklega er hlutur karla af heildarveltunni töluvert hærri en hlutur kvenna og versla karlar fyrir um 59% af veltunni en konur 41%. Þegar einungis þeir sem versla í skartgripaverslunum eru skoðaðir sést að karlmenn verja að jafnaði töluvert hærri upphæð í skartgripaverslunum en konur. Árið 2011 eyddu konur rúmum 8.000 krónum að meðaltali í skartgripaverslunum en karlar rúmlega helmingi meira, eða tæpum 13.000 krónum. Í desember var kynjamunurinn enn meiri en þá eyddu konur rúmlega 10.000 krónum að meðaltali en karlar tæplega 17.000 krónum, eða 66% meira en konur.

Tölur eru allar á verðlagi hvers árs.

Áslaug Pálsdóttir

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.