30. desember 2012 | Sunnudagsblað | 293 orð | 2 myndir

Gleðinnar dyr

Aurar og krónur

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um áramót er ekki óvanalegt að líta yfir farinn veg og lofa sjálfum sér og öðrum bót og betrun á ári komanda. Samt sem áður munu margir gera sér glaðan dag um áramótin og jafnvel hafa áfengi um hönd.
Um áramót er ekki óvanalegt að líta yfir farinn veg og lofa sjálfum sér og öðrum bót og betrun á ári komanda. Samt sem áður munu margir gera sér glaðan dag um áramótin og jafnvel hafa áfengi um hönd. Því er ekki úr vegi að skoða áfengiskaup hins dæmigerða Meniganotanda. En séu þau skoðuð sést að þeir notendur Menigahagkerfisins sem kaupa áfengi versla að meðaltali fyrir um 17.000 krónur í desember einum. Í desember 2010 keypti meðalnotandinn áfengi fyrir 15.700 og í desember 2011 fyrir 16.300.

Samdráttur í áfengiskaupum á föstu verðlagi

Það er áhugavert að skoða hvernig salan hefur breyst undanfarin ár og hvernig henni er háttað innan árs. Áfengiskaup notenda í Menigahagkerfinu hafa ekki haldist í hendur við verðlag frá árinu 2010. Þannig hefur almennt verðlag hækkað um tæp 13% á tímabilinu en meðal upphæð til áfengiskaupa einungis um tæp 6%. Því er samdráttur í áfengisverslun um 7% á föstu verðlagi frá 2010 til 2012.

Ef undanfarin ár eru skoðuð sést að áfengiskaup þátttakenda í Menigahagkerfinu árin 2010 og 2011 eru mest í júlí. Áfengiskaup dreifast meira yfir sumartímann í ár en undanfarin ár og ekki er eins mikill toppur í júlí. Undanfarin ár hafa áfengiskaup tekið stökk frá nóvember til desember sem nemur 25%.

Hver og einn ver um 167 þúsundum í áfengi í ár

Í fyrra keyptu notendur Menigahagkerfisins áfengi fyrir 160.000 og ef reiknað er með svipaðri hlutfallsaukningu áfengiskaupa frá nóvember til desember og undanfarin ár má gera ráð fyrir að hver einstaklingur í Menigahagkerfinu verji um 167.000 krónum til áfengiskaupa í ár. Það er ekkert svo lítið. Göngum því hægt um gleðinnar dyr!

Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjármál heimilisins. Aldrei er unnið með persónugreinanleg gögn í Menigahagkerfinu. Nánari upplýsingar má finna áwww.meniga.is.

Breki Karlsson

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.