Íslensk náttúra Sannarlega auðlind.
Íslensk náttúra Sannarlega auðlind.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um að fela starfshópi fjögurra ráðuneyta að hefja undirbúning að stofnun auðlindasjóðs.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um að fela starfshópi fjögurra ráðuneyta að hefja undirbúning að stofnun auðlindasjóðs. Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að nýrri skilgreiningu á núgildandi stjórnskipulagi auðlindamála og þjóðlendna. Þetta verði gert til að fylgja eftir þegar samþykktri stefnumótun í auðlindamálum og tryggja að arður af auðlindunum verði sýnilegur.

Með stofnun auðlindasjóðs verður m.a. leitast við að tryggja að komandi kynslóðir njóti góðs af þeim arði sem stafar af hugsanlegri nýtingu óendurnýjanlegra auðlinda innan íslenskrar lögsögu og þeim fjármunum sem þegar liggja fyrir vegna nýtingar vatnsréttinda í þjóðlendum.