25. apríl 2013 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Ramune þriðji Íslendingurinn hjá SønderjyskE

Danmörk Ágúst Þór Jóhannsson og Ramune Pekarskyte ræða málin.
Danmörk Ágúst Þór Jóhannsson og Ramune Pekarskyte ræða málin. — Morgunblaðið/Ívar Benediktsson
Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, skrifar undir samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE á næstu dögum. Þetta er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, skrifar undir samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE á næstu dögum. Þetta er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hún yrði þar með þriðja íslenska landsliðskonan til þess að ganga til liðs við félagið á skömmum tíma. Nýverið skrifuðu Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðardóttir undir samning við SønderjyskE sem hefur bækistöðvar í bænum Haderslev á Suður-Jótlandi.

Ágúst Þór Jóhannsson tekur við þjálfun liðsins í sumar.

Verði af samningi Ramune við liðið, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður hún þar með á ný undir stjórn Ágústs en hann fékk hana frá Haukum til norska úrvalsdeildarliðsins Levanger fyrir nokkrum árum. Ramune lék hugsanlega í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir Levanger er liðið gerði jafntefli við Tertnes, 25:25. Hún skoraði sjö mörk. iben@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.