Steinunn Stefánsdóttir.
Steinunn Stefánsdóttir.
Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður Kvenréttindafélagsins á aðalfundi félagsins í vikunni. Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varaformanns.
Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður Kvenréttindafélagsins á aðalfundi félagsins í vikunni. Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varaformanns.

Fram kemur í tilkynningu, að á aðalfundinum hafi verið rædd helstu verkefni kvennahreyfingarinnar næstu ár, hátíðarhöldin 2015 þegar hundrað ár verða liðin frá því að konur fengu kosningarétt og samnorræna kvennaráðstefnan Nordisk Forum í Malmö í júní á næsta ári. Er það í þriðja skipti sem sú ráðstefna er haldin.