Helgin á Faktorý verður full af fjöri en hún verður þétt sökum skemmtilegrar dagskrár Innipúkans. Á sunnudaginn verður haldið heljarinnar sumarpartí með útitónleikum.

Helgin á Faktorý verður full af fjöri en hún verður þétt sökum skemmtilegrar dagskrár Innipúkans. Á sunnudaginn verður haldið heljarinnar sumarpartí með útitónleikum. Það er Funkþátturinn og Elements sem standa fyrir veislunni en fram munu koma Sísí Ey og Ben Pearce. Auk þeirra mun stór hópur plötusnúða skemmta gestum en þar má nefna Terrordisco, AJ Caputo, Casanova og Mike the Jacket.

Ben Pearce er frá Manchester en hann er þekktur fyrir hæfileika sína þegar kemur að því að þeyta skífum og blanda saman lögum. Tónlist hans samanstendur af hinum ýmsu stefnum en þar flakkar hann frá metalrokki til hip-hops og fönks. Viðburðurinn hefst klukkan 18 en samkvæmt upplýsingum bíður glaðningur eftir þeim fyrstu hundrað sem mæta.