Varúð Óeirðalögregla stendur vörð um bandaríska sendiráðið í Tyrklandi í mótmælum í vikunni.
Varúð Óeirðalögregla stendur vörð um bandaríska sendiráðið í Tyrklandi í mótmælum í vikunni. — AFP
Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út ferðaviðvörun í gær þar sem það varaði við því að hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbyggju árásir í ágústmánuði. Ráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að sendiráð yrðu sumstaðar lokuð á sunnudag og hugsanlega lengur.

Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út ferðaviðvörun í gær þar sem það varaði við því að hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbyggju árásir í ágústmánuði. Ráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að sendiráð yrðu sumstaðar lokuð á sunnudag og hugsanlega lengur. Ráðuneytið sagði líkur á árásum „sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku“ og hugsanlega á Arabíuskaganum.

„Þær upplýsingar sem við höfum í höndunum benda til þess að Al Kaída og samtök tengd þeim haldi áfram að skipuleggja hryðjuverkaárásir bæði á svæðinu og víðar og að vera megi að þau leggi áherslu á árásir á tímabilinu frá því í dag og fram til enda ágúst,“ sagði í viðvöruninni til bandarískra ferðamanna en í henni var sérstaklega varað við mögulegum árásum á almenningssamgöngur og aðra innviði í ferðaþjónustu.

Meðal þeirra sendiráða sem verða lokuð á sunnudag eru sendiráðin í Egyptalandi og Ísrael.