Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú í júlímánuði 7,4% sem er minna atvinnuleysi en spáð hafði verið. Í júní var atvinnuleysið í landinu 7,6% .

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú í júlímánuði 7,4% sem er minna atvinnuleysi en spáð hafði verið. Í júní var atvinnuleysið í landinu 7,6% .

Í síðasta mánuði urðu til 162 þúsund ný störf í Bandaríkjunum sem reyndist vera töluvert minna en ráð hafði verið fyrir gert af sérfræðingum, sem höfðu spáð því að störfum í Bandaríkjunum myndi fjölga um 180 þúsund í júní.

Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2008 en þá var það 7,3%. Í júlí í fyrra var atvinnuleysið hins vegar orðið 8,2%.

Einkaneysla Bandaríkjamanna jókst um 0,5% í júní og verðbólga var 1,3%.