— Ljósmynd/Inga Birna Albertsdóttir
Gestum á 16. unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði fjölgaði mjög í gær, en þá hófst keppni á mótinu. Mótshaldarar áætla að um átta þúsund gestir hafi verið búnir að koma sér fyrir á tjaldstæðinu í bænum í gær.

Gestum á 16. unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði fjölgaði mjög í gær, en þá hófst keppni á mótinu. Mótshaldarar áætla að um átta þúsund gestir hafi verið búnir að koma sér fyrir á tjaldstæðinu í bænum í gær.

Góð stemning er á mótinu og virðast allir skemmta sér hið besta í íþróttakeppni og annarri afþreyingu. Formleg mótssetning var á Sindravelli klukkan 20 í gærkvöld.