Guðbergur Aðalsteinn Steindórsson fæddist í Kálfakoti í Mosfellssveit 1. október 1921. Hann lést í Hveragerði 18. júlí 2013.

Útför Aðalsteins fór fram fráHveragerðiskirkju 27. júlí 2013.

Ég kynntist Alla eins og hann var kallaður í daglegu tali er hann kom hingað til Bíldudals um 1970 sem yfirumsjónarmaður kirkjugarða fyrir þjóðkirkjuna. Þá starfaði ég hér við kirkjuna og var nýbúinn að taka allan kirkjugarðinn hér og endurvinna hann. Ég fékk eftir skoðun Aðalsteins á garðinum fyrstu verðlaun fyrir mína vinnu og leiddi það til þess að hann fékk mig til að endurvinna marga kirkjugarða eftir þetta og vann ég frá 1989 til 1994 öll sumur í þessu starfi með góða menn mér til hjálpar. Ég þakka honum enn og aftur fyrir það traust og virðingu er hann sýndi mér og kveð hann með ljóði Herdísar Andrésdóttur.

Lækkar lífdaga sól.

Löng er orðin mín ferð.

Fauk í faranda skjól,

fegin hvíldinni verð.

Guð minn, gefðu þinn frið,

gleddu og blessaðu þá,

sem að lögðu mér lið.

Ljósið kveiktu mér hjá.

(Herdís Andrésdóttir.)

Friður Guðs blessi Aðalstein.

Jón Kr. Ólafsson, söngvari.