[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
A rsene Wenger segir að Real Madrid geri í raun grín að reglum UEFA um fjármál félaga með því að bjóða 100 milljónir evra í Gareth Bale , leikmann Tottenham. Nýjar reglur UEFA snúast um að félögin séu ekki rekin með tapi.

A rsene Wenger segir að Real Madrid geri í raun grín að reglum UEFA um fjármál félaga með því að bjóða 100 milljónir evra í Gareth Bale , leikmann Tottenham. Nýjar reglur UEFA snúast um að félögin séu ekki rekin með tapi. „Það er bara verið að gera grín að þeim. Það er ansi furðulegt að á sama ári og reglurnar taka gildi skuli knattspyrnuheimurinn verða gjörsamlega snarruglaður,“ sagði Wenger í gær. „Maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á fótboltaheiminn. Það er eins og þetta hafi bara breytt öllu til hins verra.“

Thomas Vermaelen varnarmaður Arsenal mun ekki geta leikið með liðinu í upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Belginn glímir við bakmeiðsli. „Vermaelen verður frá næstu sex vikur. Monreal byrjar að æfa á mánudaginn,“ sagði Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, spurður um stöðu leikmannahópsins hvað meiðsli varðaði en bakvörðurinn Nacho Monreal hefur einnig átt við bakmeiðsli að stríða. Arsenal, Galatasary, Napoli og Porto keppa um helgina í Emirates-bikarnum, æfingamóti á vegum Arsenal.

Fulham hefur ekki gefist upp á að fá til sín Darren Bent frá Aston Villa í sumar. Villa mun hafa hafnað 4 milljóna punda tilboði í kappann í júlí en Fulham hefur nú hækkað boð sitt. Samkvæmt frétt Sky Sports bauð Lundúnafélagið nú 5 milljónir punda í framherjann. Villa borgaði metfé fyrir Bent, 18 milljónir punda, þegar hann kom frá Sunderland 2011 og verðið hækkaði svo í 24 milljónir punda. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Villa. Fulham er í leit að framherja sem létt getur álaginu af Dimitar Berbatov en Búlgarinn varð markahæstur hjá liðinu á síðustu leiktíð.

Spánverjinn David de Gea , markvörður Manchester United, segir að koma landa síns Cesc Fábregas myndi bæta liðið mikið. United hefur tvívegis gert Barcelona tilboð í Fabregas og er sagt undirbúa 40 milljóna punda tilboð. „Hann verður sjálfur að ákveða hvort hann kemur eða ekki. Þetta yrðu mjög góð kaup og hann myndi svo sannarlega bæta liðið mikið,“ sagði De Gea við Manchester Evening News . „Þetta er best skipulagða deildin. Það er haldið vel á spöðunum að öllu leyti, jafnvel fjárhagslega. Maður sér það alveg. Leikmennirnir vita það. Þetta er mjög heillandi deild og ég kann mjög vel við hana.“