Netáskrift Áskrifendum að alþjóðlegu netútgáfunni, áður Herald Tribune, fjölgaði um 35% og eru þeir nú rétt tæplea 700 þúsund talsins.
Netáskrift Áskrifendum að alþjóðlegu netútgáfunni, áður Herald Tribune, fjölgaði um 35% og eru þeir nú rétt tæplea 700 þúsund talsins.
Tekjur The New York Times Co. drógust saman um 1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Þrátt fyrir að áskriftum af dagblaðinu New York Times hafi fjölgað hafa auglýsingatekjur dregist saman með þessum afleiðingum.

Tekjur The New York Times Co. drógust saman um 1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Þrátt fyrir að áskriftum af dagblaðinu New York Times hafi fjölgað hafa auglýsingatekjur dregist saman með þessum afleiðingum.

Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi voru 485,4 milljónir dollara, sem jafngildir tæplega 58 milljörðum íslenskra króna.

Auglýsingatekjur hafa dregist saman um 6% miðað við sama tímabil í fyrra. New York Times tók þá ákvörðun að selja aðgang að fréttum á vefsíðu sinni til að mæta samdrætti í auglýsingatekjum. Áskriftarsala jókst um 5% á öðrum ársfjórðungi og er þá meðtalin netáskrift að New York Times og Boston Globe.

Meðal þess sem fram kom í tilkynningu frá New York Times Co. var að netáskriftum að alþjóðlegu blaði félagsins, sem áður hét Herald Tribune, hafi fjölgað um 35% milli ára og eru áskrifendurnir nú um 699 þúsund.