Listaverk Meðal verka Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur er þetta málverk.
Listaverk Meðal verka Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur er þetta málverk.
Margt er Sunnlendingum til lista lagt en um helgina verður opin myndlistarsýningin Útsýni í Gallerí Ormi, sýningarsal Sögusetursins á Hvolsvelli.

Margt er Sunnlendingum til lista lagt en um helgina verður opin myndlistarsýningin Útsýni í Gallerí Ormi, sýningarsal Sögusetursins á Hvolsvelli. Sýningin verður nánar til tekið opnuð í dag klukkan 15 en það er Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sem stendur fyrir henni.

Hafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún býr nú á Sámsstaðabakka á sömu jörð. Hún hefur haldið þrettán einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér á Íslandi sem og í útlöndum. Hrafnhildur sækir myndefnið austur í víðáttuna, vatnið, veðrið og vindinn. Myndirnar eru allar málaðar með olíu á striga. Sýningin stendur fram í september og er opin á sama tíma og Sögusetrið, kl. 9 til 18. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um listakonuna og sýningu hennar á vefsíðunni hrafnhilduringa.com.