Listasýning Norski listamaðurinn Øyvind Aspen sýnir á Galleríi Dvergi.
Listasýning Norski listamaðurinn Øyvind Aspen sýnir á Galleríi Dvergi.
Sýning norska listamannsins Øyvinds Aspens verður opnuð í kvöld klukkan 19 í Galleríi Dvergi. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudaginn 4. ágúst, klukkan 15 til 18.

Sýning norska listamannsins Øyvinds Aspens verður opnuð í kvöld klukkan 19 í Galleríi Dvergi. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudaginn 4. ágúst, klukkan 15 til 18. Sýningin verður einungis opin á þessum tveimur dögum og nefnist hún Hard Work Lard Work Art Work. Sýningin tekur sem útgangspunkt hið mannlega ástand og samfélag manna út frá líkamlegri hegðun og upplifun. Listamaðurinn Øyvind Aspen kannar sérstaklega það sem við mennirnir skiljum eftir okkur er við stöndum andspænis flóknum og marglaga veruleika okkar. Aspen býr og starfar í Ósló. Hann vinnur aðallega með myndbandsmiðilinn, texta, skúlptúr og gjörninga. Hann er einnig stofnandi og rekstraraðili sýningarýmisins Tidens Krav í Ósló. Sýningarými Gallerís Dvergs er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Reykjavík.