Tæplega þrjú hundruð erlendir hlauparar hafa boðað komu sína í alþjóðlegt hlaup sem fram fer á hálendi Íslands næstu daga og hefst á morgun. Hver keppandi reiðir fram 3700 dollara, sem jafngildir um 442 þúsund krónum, í þátttökugjald.

Tæplega þrjú hundruð erlendir hlauparar hafa boðað komu sína í alþjóðlegt hlaup sem fram fer á hálendi Íslands næstu daga og hefst á morgun.

Hver keppandi reiðir fram 3700 dollara, sem jafngildir um 442 þúsund krónum, í þátttökugjald.

Racing the Planet er röð svonefndra óbyggðahlaupa. Hlaupið á Íslandi tekur sex daga. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RTP eru hlaupnir 40-50 kílómetrar fyrstu fjóra dagana, um 67 kílómetrar fimmta daginn og svo 10 kílómetrar lokadaginn. Heildarvegalengdin er um 250 kílómetrar. Fram kemur á heimasíðu hlaupsins að lagt verði af stað frá ónefndum stað á milli Vatnajökuls og Langjökuls. Keppendur fá ekki að vita hlaupaleiðina sjálfa fyrr en þeir koma á staðinn þó ljóst sé að farið verður um hálendi Íslands. Að lokum hvers dags fá keppendur svo að vita hver hlaupaleið næsta dags verður, ekki fyrr. 20