Landsmenn eru á ferð og flugi þessa helgi eins og jafnan á þessum tíma árs. Gleðin er víðast við völd sem betur fer og þegar sólin skín er fátt sem skyggir á ferðalanga. Ferðalög innanlands hafa að mörgu leyti orðið þægilegri með árunum.

Landsmenn eru á ferð og flugi þessa helgi eins og jafnan á þessum tíma árs. Gleðin er víðast við völd sem betur fer og þegar sólin skín er fátt sem skyggir á ferðalanga.

Ferðalög innanlands hafa að mörgu leyti orðið þægilegri með árunum. Nú er til að mynda sjaldgæfara en fyrir nokkrum árum eða fáeinum áratugum að hristast þurfi á hálf-ónýtum vegum landshorna á milli.

Þá hefur bílakostur landsmanna einnig batnað frá því fyrir fáeinum áratugum.

Nokkurn skugga ber þó á hin skemmtilegu ferðalög innanlands og þar á stóran þátt að bílaflotinn er aftur tekinn að eldast og verða úr sér genginn.

Þar ræður miklu að álögur á bifreiðar eru allt of háar og í því efni verk að vinna fyrir hreinsunardeild nýrrar ríkisstjórnar.

Eldsneytið hefur ekki síður orðið fyrir háum sköttum og eftir fjögurra ára vinstri stjórn ætti hreinsunardeildin að taka hratt til hendinni og létta álögum af eldsneytinu.

Að greiða 250 krónur fyrir lítrann er ekki til þess fallið að auka ánægjuna af ferðalögum innanlands. Hlutur ríkisins af eldsneytisverðinu er orðinn allt of hár.

Hvernig væri að gera næstu verslunarmannahelgar enn skemmtilegri með því að létta þessum álögum af ferðaglöðum landsmönnum?