Jürgen Klinsmann
Jürgen Klinsmann
Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska fótboltalandsliðsins, hefur lítið tjáð sig um ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika með Bandaríkjunum í stað Íslands.

Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska fótboltalandsliðsins, hefur lítið tjáð sig um ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika með Bandaríkjunum í stað Íslands. Bandaríska knattspyrnusambandið hafði eftir honum í vikunni að hann væri ánægður með að Aron skyldi hafa valið bandaríska liðið og hann væri spennandi leikmaður.

Morgunblaðið hefur síðan á mánudaginn, eftir að Aron opinberaði ákvörðun sína, reynt að komast í samband við Klinsmann í gegnum bandaríska sambandið eða í það minnsta fá hann til að svara nokkrum spurningum. Fátt hefur verið um svör þar til yfirmaður fjölmiðlamála bandaríska liðsins sagði við blaðamann í gær: „Eins og staðan er, tjáir Jürgen sig ekki frekar um málið.“ tomas@mbl.is