Tónlist Gljúfrasteinn mun hýsa gesti.
Tónlist Gljúfrasteinn mun hýsa gesti. — Morgunblaðið/Arnaldur
Stofutónleikar verða haldnir á Gljúfrasteini á sunnudaginn en það eru tónlistarhjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson sem munu þar stíga á stokk.

Stofutónleikar verða haldnir á Gljúfrasteini á sunnudaginn en það eru tónlistarhjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson sem munu þar stíga á stokk. Lagaval þeirra mun verða úr ýmsum áttum en þau munu þó bókað spila lög af sólóplötum Kristjönu.

Margir ættu að kannast við hjónin en þau hafa um nokkurt skeið vegið þungt í tónlistarlífi í sinni heimabyggð, Dalvíkurbyggð. Kristján hefur auk þess tileinkað sér skandínavískan vísnasöng og komið fram víða um land. Kristjana hefur að sama skapi komið víða fram og meðal annars verið virk í starfi Leikfélags Dalvíkur.

Tónleikarnir munu hefjast klukkan 16 og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar um tónleikana er hægt að nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins, gljufrasteinn.is.