— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umferðin út úr höfuðborginni í gær gekk að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar. Framan af degi var umferðin talsvert þyngri á Suðurlandsvegi en Vesturlandsvegi.

Umferðin út úr höfuðborginni í gær gekk að mestu áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar.

Framan af degi var umferðin talsvert þyngri á Suðurlandsvegi en Vesturlandsvegi. Á tíunda tímanum í gærkvöldi hafði hinsvegar dregið vel úr allri umferð úr borginni. Að sögn lögreglunnar kom smáskot um kaffileytið í gær en annars mun umferðin út úr borginni hafa verið svipuð og um hefðbundnar ferðahelgar í júlí á þessu sumri.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar mátti sjá að á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu á fjórtánda þúsund bifreiðar ekið um Sandskeið fyrir ofan Reykjavík frá miðnætti og á tólfta þúsund bifreiðar ekið um Kjalarnes. skulih@mbl.is