Hátíð Margar frábærar hljómsveitir munu spila á Dillon, m.a. Botnleðja.
Hátíð Margar frábærar hljómsveitir munu spila á Dillon, m.a. Botnleðja. — Morgunblaðið/Kristinn
Verslunarmannahelgin er án nokkur vafa ein stærsta ferðahelgi ársins hjá Íslendingum. Útihátíðir og skemmtanir verða um allt land og landsmenn nota margir þessa þriggja daga helgi til skemmtana og afslöppunar á landsbyggðinni.

Verslunarmannahelgin er án nokkur vafa ein stærsta ferðahelgi ársins hjá Íslendingum. Útihátíðir og skemmtanir verða um allt land og landsmenn nota margir þessa þriggja daga helgi til skemmtana og afslöppunar á landsbyggðinni.

Stór hópur fólks heldur sig þó í höfuðborginni og verður nóg um að vera fyrir þá sem ekki ætla að heimsækja landsbyggðina heim um helgina. Þriggja daga tónlistarhátíð verður haldin um verslunarmannahelgina í bakgarðinum á Dillon. Þétt og góð dagskrá er alla helgina með tónlistarmönnum eins og Botnleðju, Leaves, Brain Police, Blaz Roca, Vintage Caravan, Dimmu, Esju o.fl. góðar hljómsveitir munu stíga á svið. Fjörið hófst í gærkvöldi en heldur áfram í kvöld og á morgun. Aðstandendur hátíðarinnar segja því fólki að voga sér ekki að fara úr bænum.