Útilega Tjaldstæðið á Flúðum er opið.
Útilega Tjaldstæðið á Flúðum er opið.
Margir verða eflaust á ferð og flugi um uppsveitir Árnessýslu um verslunarmannahelgina sem og annars staðar á landsbyggðinni.
Margir verða eflaust á ferð og flugi um uppsveitir Árnessýslu um verslunarmannahelgina sem og annars staðar á landsbyggðinni. Í golfskálanum Snússu, sem er rétt fyrir utan Flúðir í Hrunamannahrepi, verður haldið söngkvöld á sunnudaginn fyrir söngglaða ferðagesti. Kvöldið hefur verið haldið öll síðustu ár og hefur að jafnaði verið mætt mjög vel og sungið hátt í skálanum. Að þessu sinni er það Stefán Þorleifsson sem sér um að halda uppi stemningunni og stjórnar hann söngnum.