20. október 2013 | Sunnudagsblað | 211 orð | 6 myndir

Einfaldleiki og tímaleysi hinn fullkomni grunnur

Hlýleg blanda af gamalli og nýrri hönnun

Eldhúsið er hjarta heimilisins og þar ver fjölskyldan miklum tíma saman. Fallegu PH ljósin fékk Berglind í versluninni Epal.
Eldhúsið er hjarta heimilisins og þar ver fjölskyldan miklum tíma saman. Fallegu PH ljósin fékk Berglind í versluninni Epal.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á Seltjarnarnesi er fallega innréttað heimili með áherslu á hráleika í bland við mýkri efnivið. Rýmið er skemmtilega hannað í skandinavískum, áreynslulausum og tímalausum stíl. Sigurborg Selma Karlsdótir sigurborg@mbl.is
Berglind Berndsen innanhúsarkitekt hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili á Seltjarnarnesinu. Berglind hefur mikinn áhuga á hönnun og öllu því sem henni tengist og segir það forréttindi að geta starfað við áhugamál sitt. Þegar kemur að innréttingu heimilisins segir Berglind tímaleysi og einfaldleika hinn fullkomna grunn og mikilvægt sé að huga að sambandi skipulags og innra fyirkomulags. Notagildi og samspili efnisáferðar og lita telur hún jafnframt þurfa að huga að, enda skipta þessir eiginleikar miklu máli fyrir upplifun og heildarmynd heimlilisins. „Ég aðhyllist mínimalisma í grunninn, en ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar skandívavískur, tímalaus og áreynslulaus.“ segir Berglind sem sækir innblástur til umhverfisins, efniviðs og áferða í náttúrunni, en segir jafnframt innblásturinn koma úr misjöfnum áttum, allan tíma sólarhringsins. Rýmið bauð upp á mikla möguleika þegar kom að hönnun heimilisins enda umgjörðin hrá með mikilli lofthæð. Berglindi fannst þar af leiðandi mikilvægt að draga fram aðra mýkri efniviði eins og dökkan við sem hún notar mikið í hönnun sinni. Flest húsgögn heimilisins eru úr versluninni Epal en ljósin voru keypt í ljósabúðinni Lúmex. Berglind segir góða lýsingu hafa áhrif á líðan fólks og skipta miklu máli upp á heildarsamhengið og mælir með því að fólk leiti ráða hjá fagfólki vilji það sem besta lýsingu á heimilið.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.