11. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Aufúsugestur kindanna á Heimakletti

— Ljósmynd/Pétur Steingrímsson
Svavar Steingrímsson hafði í gær gengið 154 sinnum á Heimaklett frá síðustu áramótum. „Ég rata þarna nokkurn veginn,“ sagði Svavar. „Ég fer eiginlega aldrei brauðlaus og helst með kerti líka.
Svavar Steingrímsson hafði í gær gengið 154 sinnum á Heimaklett frá síðustu áramótum. „Ég rata þarna nokkurn veginn,“ sagði Svavar. „Ég fer eiginlega aldrei brauðlaus og helst með kerti líka.“

Svavar, Halla dóttir hans og Pétur Steingrímsson eiga hvert sinn kertastjakann ofan við Löngu þar sem þau kveikja á Heimaeyjarkertum. Svavar sagðist vera orðinn svolítið hægfara en hann er 77 ára. Hann segist hafa gott af göngunum á Heimaklett. Auk þess hefur hann smalað í haust í Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey og Hana. Svavar færir kindunum í Heimakletti brauð en þar ganga 40 kindur.

„Ég flauta á þær og þá koma upp í 17 kindur,“ sagði Svavar. „Þær eru mjög gæfar sumar og klifra alveg upp á haus á mér.“

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.