Sálgreining, marxismi og merking orða Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Frederick Crews: Skeptical Engagements. Oxford University Press 1986. Frederick Crews er prófessor í ensku og enskum bókmenntum í Berkeley.

Sálgreining, marxismi og merking orða Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Frederick Crews: Skeptical Engagements. Oxford University Press 1986. Frederick Crews er prófessor í ensku og enskum bókmenntum í Berkeley. Hann er kunnur gagnrýnandi og bækur hans m.a. eru The Pool Perplex, E.M. Forster: The Perils of Humanism, The Sins of the Fathers: Hawthorne's Psychological Themes og The Random House Handbook.

Höfundurinn skrifar inngang að bókinni, þar sem hann tekur ástæðurnar fyrir útgáfu hennar. Inntak bókarinnar er "áratuga ígrundunum bækur og hugmyndir, sem hafa vakið áhuga minn á einhvern hátt". Bókin er safn áður birtra ritgerða og ritdóma frá síðasta áratug og efnin eru meira og minna um eða tengd freudisma, marxisma og rit skýringu Derrida og fleiri "decon structionalista".

Fyrsti hluti greinasafnsins heitir "Freisting freudismans", þar eru fimm greinar, um freudismann og Freud. Crew var lengi vel "haldinn freudisma" eins og hann segir og það tók hann talsverðan tíma að losa sig úr kenningakerfinu, sem freudistar telja stutt vísindalegum rannsóknum og algildum fræðilegum rökum. Í greinunum sýnir Crew fram á haldleysi rannsóknanna og rakanna. Undanfarið hefur fjöldi rita komið út, þar sem freudisminn er talinn ýmist hugarfóstur Freuds, meira og minna sprottinn af mikilli þrönghyggju, eða beinlínis skekktu raunskyni, sem m.a. Crew telur að hafi stafað af ofneyslu kókaíns vegna nefkvilla, um það leyti sem Freud vann að sálgreiningarkenn ingum sínum, eða mjög vel gerð spilaborg, sem höfundurinn reisti upp af mjög takmörkuðum og einhliða rannsóknum á sálarlífi sálsjúks fólks af millistéttum í Vínarborg á síðustu áratugum 19. aldar. Sál greiningin mótaðist upp úr þeim rannsóknum sem læknismeðferð. Lækningin hefur löngum viljað dragast sé þeirri aðferð beitt, sumir höfundar telja að vandfundinn sé sá sjúklingur sem hafi læknast. Rannsóknir Freuds á sektarkennd inni leiddu hann til þeirra ályktana, sem rekja mætti ástæðuna til föður morðsins í árdaga (sbr. Tomem and Taboo), hann studdist við kenningar Lamarcks um að áunnin einkenni erfðust. Crew rekur kenningar Freuds í þessum greinum og sömuleiðis haldleysi skoðana hans um kynhneigðina sem kveikju allra mennskra athafna og lykilinn að skilningi á öllu mennsku hátterni.

Freud reisti kenningar sínar í sálfræði á þeirri grundvallarskoðun að sjúklegt ástand væri lykillinn að þekkingunni á sálrænum viðbrögðum og hátterni þeirra, sem telja mætti andlega heilbrigða. Frávikin frá því sem kallast eðlileg hegðun og viðbrögð opinberaði honum algild lögmál, sem hann taldi vera. Crew telur að draumtúlkanir Freuds séu tíndar saman úr draumaráðninga bókum fyrri tíma og aðlagaðar kyn hneigðarkenningum hans eins og aðrar kenningar hans um sálfræði.

Gervivísindi og Freud

Crew telur hinn mikla byr sem kenningar Freuds hlutu eftir því sem leið á öldina hafi m.a. stafað af þörfum manna fyrir auðveldar útskýringar, sem nota mætti til þessað ráða ástæður fyrir viðhorfum og gjörðum manna. Þessar kenningar voru fundið fé þeirra pólitísku stefna, sem töldu borgarastéttina höfuð óvin sinn og hemil á mótun samvirks samfélags. Crew telur að arfleifð Freuds sé gervivísindi og innantómar falskenningar um mannlegt eðli og að fylgismenn hans hafi staðið saman eins og veggur gegn allri gagnrýni á þetta kenningakerfi. Orsökina að fylgi hans sé að leita í frábærum hæfileikum hans sem rithöfundar og stílista, hann átti auðvelt með að fá menn á sitt mál og kerfið varð mönnum opinberun sannleikans. Crew sjálfur var altekinn af þessu kerfi, gagntekinn af því og heillaður af snilldarlegum útlistunum höfundarins.

Ástæðurnar fyrir áhrifamætti kenninga Freuds myndi vera efni í langa ritgerð, e.t.v. er trúarþörf eitt svaranna, dulhyggjudútl og hentugt uppflettikerfi, þar sem finna má svör við fjölmörgum spurningum um ástæður og viðbrögð. Bókmennta skýring og rýni hefur leitað í þetta kerfi, reyndar með misjöfnum árangri, þótt reynt hafi verið að endurnýja það og auka í ritskýringar skyni (Jacques Lacan: Écrits, Le Moi dans la théorie de Freud dans la technique de la psychoanalyse etc.).

Eins og Freudistar telja þá eina hæfa til þess að fjalla um freud isma, sem hafa farið í gegnum sál greininguna, og því marklaust allt tal þeirra, sem hafa ekki kynnst freudismanum "innanfrá", eins telja marxistar að allt mannkynið skiptist í tvennt, þá sem hafa uppljómast af sannri meðvitund, "réttri vitund", og hina, sem eru haldnir "falskri vitund".

Marxismi er marklaus

Crew fjallar um ritskýringar og marxisma í öðrum kafla ritsins í fjórum greinum. Í grein sem nefnist "Dialectial Immaterialism" þar sem höfundurinn lýsir marxismanum sem kenningu, sem sé marklaus í flestra augum, en lifði þrátt fyrir það sem hugmyndafræði í vissum hópum. Greinin snertir einnig freud isma og þá stefnu vissra málvísindamanna, sem starfa í anda og eru haldnir hugmyndafræðum "decon structionalista", svo sem Derrida, Lacan, Foucault.

Crew skrifar: "Marxisminn heldur velli sem hugmyndafræði þar sem hann er ekki framkvæmdur, en alstaðar þar sem marxistar hafa náð völdum hefur orðið slík breyting á samfélaginu og einkalífi manna að sæmilega upplýst fólk sem ekki er hamið bak við járntjöldin, á æ erfiðara með að trúa á útópíu marxismans. Þeir sem enn vona "að Eyjólfur hressist" eru mjög hvarflandi í afstöðu sinni."

Franskir marxistar voru áhrifamestir um miðja öldina, en þar hafa orðið hvörf, fáir andmarxistar eru harðari en þar. J¨urgen Habermas getur vart kallast marxisti lengur. Crew nefnir fleiri höfunda, meðal Englendinga E.P. Thompson og Perry Anderson. Aftur á móti er kominn upp hópur, einhverskonar marxískir bastarðar, þar sem blandast saman marxismi, struktural ismi, deconstructionalismi, femin ismi og slatti af hommum og lesbíum ásamt grasrótarsinnum, og hafa þeir grafið um sig innan bandarískra háskóla og skólakerfis og víðar og eiga að spámanninn Fredrick Jameson, þá einkum rit hans The Political Unconscious: Narrative with a Socially Symbolic Act.

"Jameson skrifar eins og Marx, að hugsjón frelsisins verði aðeins framkvæmd í framtíðinni og einnig að í árdaga hafi ríkt "frelsi". En það er fátt auðveldara en að gera sér hugmyndir um mannlíf, sem engar heimildir eru til um. Jameson telur að þá hafi mannkynið lifað í átakalausu samfélagi, engin verkaskipting, ekkert kynslóðabil, einstaklingar fundu ekki fyrir sér sem einstaklingar heldur sem hluti heildar, einstaklingsbundin meðvitund þekktist ekki, menn voru hluti heildar og náttúru."

Framtíðarsýn í dulvitund

Hugmyndin um frumkommún ismann er kveikja sannrar vitundar og allt það sem stangast á við kenningakerfið er "fölsk vitund" borgarastéttarinnar. Marxisminn og bastarðs-marxismi Jamesons er fullkomið kerfi, vísindalegt og jafnframt siðferðilega kórrétt og síðast en ekki síst "söguleg nauðsyn", sem öll saga mannkynsins stefnir að. Jameson bætir nú við í "The Political Unconscious", að vissan um framtíðarsýn marxismans búi í dulvitund hvers og eins og því sé framkvæmd þess ekki aðeins "söguleg nauðsyn" heldur einnig sálræn nauðsyn, sem enginn geti skorast undan. Andstæðingar kenninganna ganga ómeðvitað erinda þeirra með því að bæla hvötina í þetta veraldlega trúarkerfi, sem að orskar stöðuga spennu og sundrun kapítalískra samfélaga, sem eru því vígð feigð og hel. Fjörrunin frá innsta eðli mannsins er hlutskipti andstæðinga kerfisins.

Með því að bæta innstu hvöt dul vitundarinanr við "sögulega nauðsyn" virðist ýmsum marxistum, sem misst hafa trúna, kenningarnar vera opinberun og endurreisn átrúnaðar ins.

Frankfurt-skólinn, Marcuse, Ad orno, Horkheimer og Habermas leituðust við að gagnrýna marxismann á marxískum forsendum og endurlífga kenningakerfið um leið og þeir bentu á það sem úrskeiðis hafði farið um framkvæmdina þar sem kerfinu hafði verið komið á. Þessir höfundar beittu rökum og skynsemi, en það dugði ekki, grundvöllur kenningarinnar var hugarburður bundinn vissum tímum og viðhorfum, spennitreyja sem lamaði alla mennsku. Í stað þess að öðlast frelsi frá nauðsyninni, lagðist hin dauða hönd marxískrar nauðsynjar yfir þær þjóðir sem voru ofurseldar kenninga-ófreskjunni.

Því urðu kenningar Jamesons og fleiri í hans dúr opinberun og uppljómun. Ástæðurnar fyrir óskeikulleika kerfisins fundust sem sagt í dýpstu hvötum dulvitundarinnar.

Þessi opinberun snertir ekki aðeins samfélagið og stjórnmálin, undirstöðuna, heldur einnig bókmenntir og listir. Kenningar deconstructi onalista var tekin sem marxísk útlistun allra bókmennta frá upphafi, sem sé að lesa þær á þann hátt að innsta eðli þeirra og tilgangur yrði greindur. Jameson telur sig finna dulvitaða þörf fyrir frumkommúnisma í öllum bókmenntum heimsins, séu þær lesnar með marxíska bókmenntagagnrýni að leiðarljósi. Mjög oft virðast höfundar hinna ýmsu texta ekki gera sér fyllilega grein fyrir þessari dulvituðu þörf, sem kannski er ekki nema von, þeir reyna, að dómi Jamesons, að bæla hvötina óafvitandi. Sama er um listir, kapítalísk list er "bæld listtján ing". Samkvæmt þessum kenningum liggur þetta allt opið fyrir gagnrýnum augum og skilningi hinna marxísku bastarða. Jameson telur að hinir upphaflegu deconstructi onalistar, Foucault og Derrida, hafi ekki leyst tungumálið af klafa valdsins en hann telur sig hafa gert það með því að beita marxískri söguskoðun til þess að útlista enn betur fjörrun tungumálsins frá hinni upphaflegu tjáningarþörf náttúru hverfra flokka. Meðal þeirra hópa er lítil þörf fyrir fjölskrúðugt og margbrotið mál, þar nægja hljóð eða baul til þess að tjá hvatirnar, óskir eða vanþóknun.

Þekking á bókmenntum markleysa

Crew álítur að deconstructional istar telji að þekking á bókmenntum sé ekki gjörleg. Merking skáldverks er alltaf bundin skilningi gagnrýnandans og heimsmynd hans og því komi tilgangur höfundarins aldrei fyllilega til skila. Þess vegna verði öll gagnrýni nýr skáldskapur. Því þarf að skilgreina og sundra hugmyndum okkar um skáldverkið og einnig hugmyndum höfundarins og skilja það að nýju samkvæmt skilningi og heimsmynd gagnrýnandans.

Foucault telur að valdið gegnsýri alla tilveru manna.

Þekkingin er tímabundin og þjónar valdinu, raunveruleikinn er aðeins til sem viðfangsefni umræðu, mynd sem valdið ákveður eftir þörfum nauðsynjar sinnar. Samkvæmt Foucault virðist valdakerfið lokað og algjört, þar sem tjáningar eða orðræður eru algjörlega mótaðar afþví. Hugarheimurinn er því luktur í sjálfum sér. "Foucault lætur hjá líða að skýra hvernig hann komst undan því" (Crew). Tungumálið er því sterkasta kúgunartæki valdsins á hverjum tíma og þar með meðvitundarinnar. Því ber að brjóta upp merkingu orðanna, sem er alltaf fölsk, og sýna fram á falska merkingu þeirra. Á þann hátt geta menn öðlast frelsi.

Útfærsla bandarískra marxistabastarða á hugmyndakerfi Foucaults og þó einkum Derrida er samkvæmt kenningunni, að orðin öðlist það inntak sem lesandinn gefur þeim, þau geta ekki haft eigin eigind, þau eru marklaus. Hrein skilgreining merkinga orða er alltaf mótuð af valdinu. Þess vegna ber að forðast allar ákveðnar merkingar hugtaka og orða, nema náttúrlega merkingar sem falla að "sannri vitund".

Stefna bandarískra marxistabastarða er því sú að rýja orðin merkingu sinni og afnema allan skýrleika og sérleika hugtakanna. Allt tungutak og málfar á sama rétt, skrílsmálið er þó hentugast til þess að stuðla að "sannri meðvitund". Ýmsum aðdáendum Foucaults og Derrida á meginlandinu og á Englandi þykir nóg um þann sérstæða skilning sem margir hafa lagt í kenningar meistara sinna og telja að Jameson og fleiri hafi ekki skilið þá réttum skilningi. En þeir skilja fræðin samkvæmt þeirri forskrift, sem býr í fræðunum: "Bundið og leyst og raðað prófað sundrast" (Sig. Daðason). Bygging tungumálsins er hlutuð sundur, rifin samkvæmt forskriftinni. Hugarheimur lærisveinanna ber í sér "nýjasta sullumbull síbernskunnar".

Atlagan gegn móðurmálinu er ástunduð víða um lönd innan skóla kerfanna. Hér á landi hefur atlagan staðið á annan áratug, einkum í grunnskólum þar sem áhrifa bandarískra bastarða-marxista gætir mest, á íslenska töframarxista, tungumál og saga eru samkvæmt kenningu þeirra kúgunartæki meðvitundarinnar og þau ber að hata. Í staðinn skulu koma:

"Röklausar tengingar fjarskyldra greina.

Launvenzluð aldaskeið.

Nákomnar andstæður flotnar úr fjarska."

(Sig. Daðason: Útlínur bak við minnið. Rv. 1987.)

Sigmund Freud

Karl Marx