Sund Félagar í sundsveitinni Sækúnum.
Sund Félagar í sundsveitinni Sækúnum.
Félagar í kvennasundsveitinni Sækúnum fengu silfurmerki Sundsambands Íslands á uppskeruhátíð sambandsins, sem var haldin um helgina.

Félagar í kvennasundsveitinni Sækúnum fengu silfurmerki Sundsambands Íslands á uppskeruhátíð sambandsins, sem var haldin um helgina.

Sækýrnar urðu fyrsta kvennasundsveitin frá Íslandi til að klára boðsund yfir Ermarsund en það afrek unnu þær í júní í sumar þegar þær syntu frá Dover á Englandi til Sangatte í Frakklandi.

Sækýrnar eru þær Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, Kristín Helgadóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir. Þær hafa allar stundað sjósund í nokkur ár, allan ársins hring, hjá Sjósunds- og Sjóbaðsfélagi Reykjavíkur, SJÓR.