24. janúar 2014 | Viðskiptafréttir | 287 orð | 1 mynd

LS Retail opnar nýja skrifstofu í Dubai

• Fyrirtækið hefur náð fótfestu í þessum heimshluta

Formleg opnun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði formlega nýja skrifstofu LS Retail í Dubai á miðvikudaginn.
Formleg opnun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði formlega nýja skrifstofu LS Retail í Dubai á miðvikudaginn.
LS retail hefur opnað nýja skrifstofu í Dubai. Nýja skrifstofan mun verða miðstöð þjónustu og sölustarfs LS Retail á þessu svæði.
LS retail hefur opnað nýja skrifstofu í Dubai. Nýja skrifstofan mun verða miðstöð þjónustu og sölustarfs LS Retail á þessu svæði.

„LS Retail hefur náð mjög góðri fótfestu í þessum heimshluta og hefur í hyggju að auka útbreiðslu hugbúnaðar síns fyrir verslanir, veitingarekstur og snjalltæki,“ segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, í tilkynningu. „Meira en helmingur smásöluverslana í Miðausturlöndum notar nú þegar lausnir frá LS Retail og við höfum þannig tekið þátt í uppgangi Dubai í alþjóðasamhengi og hyggjumst styrkja stöðu okkar til framtíðar með þessari skrifstofu.“

Vaxandi markaður

„Næstu þrjú ár verða helstu verslunarmiðstöðvar í furstadæmunum stækkaðar verulega,“ segir Waddah Laham, svæðisstjóri LS Retail í Miðausturlöndum, Afríku og Indlandi. „Fyrir árið 2018 verða að auki byggðar margar nýjar, sem ætla má að laði að sér fjölda nýrra fyrirtækja og verslana. Smásöluverslun er enn á uppleið á því svæði sem nýja skrifstofan í Dubai þjónar og mun blómstra á næstu árum.“

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði formlega nýja skrifstofu LS Retail í Dubai á miðvikudaginn. Forsetinn sem er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) í tengslum við Heimsþing um hreina orku þekktist boð LS Retail um að sækja opnunarmóttökuna og er það til marks um aukið vægi viðskiptatengsla Íslands við SAF, segir í tilkynningu.

Jafnframt styrkir opnunin stöðu SAF sem alþjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar. Þau svæði sem heyra undir skrifstofuna í Dubai eru Miðausturlönd, Afríka og Indland. Dubai er nú í öðru sæti á eftir Lundúnum yfir borgir með hæst hlutfall alþjóðlegra fyrirtækja í verslunarrekstri samkvæmt skýrslu alþjóðlega fasteignaþjónustufyrirtækisins CBRE.

Tveir áratugir
» LS Retail hefur um tveggja áratuga skeið þróað hugbúnaðarlausnir fyrir verslanir og veitingarekstur.
» Um 150 samstarfsaðilar í yfir 60 löndum sjá um að þjónusta lausnirnar sem eru í notkun í um 46 þúsund verslunum.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.