27. janúar 2014 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Sara og Margrét lentu í öðru sæti

Sara Högnadóttir
Sara Högnadóttir
Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir urðu í öðru sæti í tvíliðaleik kvenna í badminton á Iceland International-mótinu sem haldið var í tengslum við Reykjavíkurleikana. Þær mættu Sarah Thomas og Carissa Turner frá Wales í úrslitaleiknum.
Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir urðu í öðru sæti í tvíliðaleik kvenna í badminton á Iceland International-mótinu sem haldið var í tengslum við Reykjavíkurleikana. Þær mættu Sarah Thomas og Carissa Turner frá Wales í úrslitaleiknum.

Jafnræði var í byrjun fyrstu lotu en síðan náðu velsku stúlkurnar yfirhöndinni og unnu fyrstu lotuna 21:11. Sara og Margrét byrjuðu svo á að fá fyrstu tvö stigin í lotu tvö en þá skoruðu velsku stúlkurnar átta stig í röð og náðu íslensku stúkurnar sér illa á strik eftir það og fóru leikar þannig að Sarah og Carissa unnu síðari lotuna, 21:8.

Engu að síður mjög vel gert hjá þessum ungu og efnilegu stúlkum en Sara er einungis 18 ára og Margrét er nýorðin 19 ára. Þær eiga því framtíðina fyrir sér og eiga örugglega eftir að láta meira að sér kveða á Iceland International RIG.

Til úrslita í einliðaleik kvenna á mótinu léku Airi Mikkela frá Finnlandi og Akvile Stapusaityte frá Litháen til úrslita. Airi vann í þremur lotum 21:14, 18:21 og 21:11.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.