27. janúar 2014 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Friðrik segir stopp

Friðrik Stefánsson
Friðrik Stefánsson
Friðrik Erlendur Stefánsson, miðherji Njarðvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna endanlega en þetta staðfesti hann í samtali við karfan.is í gærkvöldi.
Friðrik Erlendur Stefánsson, miðherji Njarðvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna endanlega en þetta staðfesti hann í samtali við karfan.is í gærkvöldi.

Hann segir að líkaminn sé að hruni kominn eftir langan feril en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi öflugi miðherji hættir körfuboltaiðkun.

„Þetta hófst svona fyrir alvöru fyrir ári, ca. í janúar 2013, og ég hef meira og minna verið síðan þá að spila laskaður að einhverju leyti. Kálfi, ökkli, nári og þetta er allt svo byrjað að tengjast saman,“ segir hann við karfan.is og bætir við:

„Þegar þetta er byrjað að hafa áhrif á mig í mínu daglega lífi og vinnunni þá held ég að sé bara nóg komið. Ég skil við liðið núna í fínum höndum. Það er kominn einn vel „kjötaður“ í teiginn til að taka við keflinu og ég er þokkalega sáttur við minn feril.“

Friðrik gekk í raðir Njarðvíkur 1999 og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla en ferilinn hóf hann hjá ÍBV. Hann á að baki 112 landsleiki. sport@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.