24. júní 2014 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Segir sæstrenginn ekki ganga upp

Baldur Elíasson
Baldur Elíasson
Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, segir að hugmyndir um að selja raforku úr landi í gegnum sæstreng gangi ekki upp.
Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, segir að hugmyndir um að selja raforku úr landi í gegnum sæstreng gangi ekki upp. Þar þurfi bæði að horfa til þess að strengurinn yrði sá lengsti sem lagður hefði verið, og að hann myndi verða á miklu dýpi. Kostnaðurinn gæti því hlaupið á milljörðum Bandaríkjadala. Verð á raforku sé lágt í Evrópu og væri því erfitt að ná upp í kostnað. Auk þess þurfi að hafa í huga að líklega muni Íslendingar þurfa orkuna sjálfir þegar fram í sæki. Baldur segir því að ekki séu forsendur til þess að selja raforkuna úr landi.

14

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.