Stöðugur rekstur Kemi hagnaðist um 28 milljónir á síðasta ári.
Stöðugur rekstur Kemi hagnaðist um 28 milljónir á síðasta ári.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíufélagsins N1, hefur ásamt öðrum fjárfestum gengið frá kaupum á heildsölufyrirtækinu Kemi af eignarhaldsfélaginu Hólmsteini Helgasyni.
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíufélagsins N1, hefur ásamt öðrum fjárfestum gengið frá kaupum á heildsölufyrirtækinu Kemi af eignarhaldsfélaginu Hólmsteini Helgasyni.

Í samtali við Morgunblaðið segir Hermann að skrifað hafi verið undir kaupsamkomulag í síðustu viku. „Ég og Lúðvík Matthíasson, sem starfaði með mér hjá Bílanausti, fórum fyrir hópi nokkurra einstaklinga.“

Kemi hefur verið í rekstri í tuttugu ár. Fyrirtækið flytur inn og dreifir efna- og öryggisvörum til fyrirtækja og einstaklinga á borð við smurolíur, hreinsiefni, koppafeiti og öryggishjálma. Að sögn Hermanns eru engar breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum á þessari stundu. „Nú munum við einblína á það að kynnast rekstrinum og starfsfólki. Í framhaldi af því verður unnið að stefnumótun og framtíðaráætlunum.“

Aðspurður um aðdragandann að kaupunum segir Hermann að hann hafi íhugað það um skeið að stofna sitt eigið fyrirtæki frá grunni. „Ég þekkti hins vegar til eiganda Kemi og við tókum tal saman og eitt leiddi af öðru. Eftir nokkra mánuði höfðum við náð samkomulagi um að ég og fleiri fjárfestar keyptum félagið.“

Hermann segir að fyrirtækið hafi lengi verið í traustum rekstri og engar langtímaskuldir hvíli á félaginu.

Fram kemur í ársreikningi Kemi að hagnaður síðasta árs hafi numið tæplega 28 milljónum króna eftir skatta. Eignir Kemi eru hátt í 190 milljónir króna og eigið fé fyrirtækisins var um 156 milljónir króna í árslok 2013. Á árinu 2013 störfuðu alls sextán hjá félaginu.

hordur@mbl.is