Forsætisráðherra Búrkína Fasó hughreystir einn aðstandanda.
Forsætisráðherra Búrkína Fasó hughreystir einn aðstandanda.
Flugriti flugvélar alsírska flugfélagsins Air Algerie sem hrapaði í Malí á fimmtudag er fundinn. Enginn þeirra 116 sem voru um borð komst lífs af.

Flugriti flugvélar alsírska flugfélagsins Air Algerie sem hrapaði í Malí á fimmtudag er fundinn. Enginn þeirra 116 sem voru um borð komst lífs af.

Um hundrað franskir hermenn á þrjátíu farartækjum sem staðsettir hafa verið í Malí vegna átakanna sem hafa geisað þar undanfarið fóru að brotlendingarstaðnum í gær. Að sögn Bernards Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, gereyddist vélin þegar hún brotlenti.

„Við teljum að flugvélin hafi hrapað af ástæðum sem tengjast veðuraðstæðum, þó að ekki sé hægt að setja fram neina kenningu á þessari stundu,“ sagði hann.

Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, til Algeirsborgar í Alsír þegar hún hrapaði. Meirihluti farþeganna var franskur.