Björn Oddsson
Björn Oddsson
Þótt ekki sé lengur talin hætta á skriðuföllum með tilheyrandi flóðbylgju í Öskjuvatni vilja almannavarnir hafa varann á og verður því umferð ferðafólks við Öskju takmörkuð áfram næstu daga.

Þótt ekki sé lengur talin hætta á skriðuföllum með tilheyrandi flóðbylgju í Öskjuvatni vilja almannavarnir hafa varann á og verður því umferð ferðafólks við Öskju takmörkuð áfram næstu daga. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að fylgst verði með svæðinu áfram í samvinnu við landverði og staðan metin í næstu viku.

Ferðafólk getur sem fyrr gengið að Víti og séð þaðan yfir Öskjuvatn. Almannavarnir vara hins vegar við hættu í og við sárið eftir berghlaupið. Þar er talin hætta á að hrynji úr klettum, þótt ekki sé bráð hætta af flóðbylgju af völdum skriðufalla. Hættuástand þar getur varað í ár eða lengur en svæðið er nokkuð frá vinsælustu leiðum ferðafólks. 4