Framkvæmdir Ráðist var í umtalsverðar framkvæmdir við Hverfisgötu á seinasta ári en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut. Áætlað er að hleypt verði á umferð á þeim hluta í seinni hluta ágúst.
Framkvæmdir Ráðist var í umtalsverðar framkvæmdir við Hverfisgötu á seinasta ári en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut. Áætlað er að hleypt verði á umferð á þeim hluta í seinni hluta ágúst. — Morgunblaðið/Kristinn
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Opnað var fyrir umferð frá gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs að Vitastíg í gær en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut.

Páll Fannar Einarsson

pfe@mbl.is

Opnað var fyrir umferð frá gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs að Vitastíg í gær en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut. Áætlað er að hleypt verði á umferð á þann hluta í seinni hluta ágústmánaðar og að frágangi ljúki í lok ágúst.

Ljóst er að framkvæmdir við Hverfisgötu hafa tafist um nokkrar vikur en upphaflega stóð til að verkinu, sem hófst í mars á þessu ári, yrði lokið í heild í lok júlí eða í byrjun ágúst.

Ráðist var í umtalsverðar framkvæmdir á Hverfisgötu á seinasta ári en þar á meðal var Hverfisgata milli Klapparstígs og Vitastígs endurnýjuð. Allt yfirborð götu og gangstétta var endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar voru á tíma. Þá voru malbikaðar hjólareinar beggja vegna götu og gatnamót við þvergötur voru steinlagðar og upphækkaðar. Snjóbræðsla var sett í gönguleiðir, hjólareinar og upphækkuð gatnamót.

Götutré hafa verið gróðursett og strætisvagnar sem fara um Hverfisgötu munu framvegis stöðva í götunni og hjólandi vegfarendur fara aftur fyrir strætóskýli. Á Hverfisgötu, á milli Lækjargötu og Snorrabrautar, verða umferðarljós svo fjarlægð og beygjuakreinar lagðar af.