Hitt borðið. V-NS Norður &spade;Á1052 &heart;104 ⋄102 &klubs;KD742 Vestur Austur &spade;K9 &spade;843 &heart;G7 &heart;962 ⋄KD854 ⋄ÁG93 &klubs;Á986 &klubs;G53 Suður &spade;DG76 &heart;ÁKD853 ⋄76 &klubs;10 Suður spilar 4&heart;.

Hitt borðið. V-NS

Norður
Á1052
104
102
KD742

Vestur Austur
K9 843
G7 962
KD854 ÁG93
Á986 G53

Suður
DG76
ÁKD853
76
10

Suður spilar 4.

„Ég skil ekki af hverju 4 fóru niður á hinu borðinu.“ David Burns var í þularhlutverki á Bridgebase að lýsa úrslitaleik Grand National. Burns fylgdist með í opna salnum, þar sem Jeff Meckstroth spilaði 4. Vestur vakti á 1 – pass og pass til Meckstroths, sem sagði 2 og Eric Rodwell lyfti í fjögur. Spaðakóngur réttur og tíu léttir slagir. „Hvað gerðist eiginlega á hinu borðinu?“ Burns var orðinn forvitinn.

Hinum megin gerðist þetta: Kevin Bathurst vakti á tígli í vestur og makker hans Kevin Dwyer sagði 1 á þrílitinn! Kit Woolsey lét sér þó fátt um finnast og sagði 2 eðlilega, fékk hækkun í 3 og sagði fjögur. Vörnin tók þrjá slagi á láglitina og spilaði því næst spaða. Woolsey svínaði 10, fór svo út með 10 og lét hana fara yfir til vesturs. Skiljanlega – hann bjóst við gosanum fjórða í austur.