Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir það sem fram kemur í bréfi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til umboðsmanns Alþingis, um samskipti þeirra vegna rannsóknar á lekamálinu.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir það sem fram kemur í bréfi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til umboðsmanns Alþingis, um samskipti þeirra vegna rannsóknar á lekamálinu. „Ég get staðfest það sem þarna kemur fram. Svo get ég bætt því við að ég kom athugasemdum og gagnrýni á framfæri frá ráðherra við ríkissaksóknara,“ segir Stefán

Innanríkisráðherra segist í bréfinu ekki hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn málsins. Samskiptin við Stefán hafi snúið að öryggi trúnaðargagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að innan ráðuneytisins, og varði ekki rannsókn málsins með neinum hætti, og um það hvenær rannsókn málsins muni ljúka. „Ég hef svarað því sem ég þarf að svara hvað þetta varðar og hef gert það eins nákvæmlega og samviskusamlega og ég hef getað,“ segir Hanna Birna. 4